Viðskipti innlent

Inn­kalla kjúk­linga­bringur vegna gruns um salmonellu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kjúklingabringurnar eru seldar í verslunum Nettó.
Kjúklingabringurnar eru seldar í verslunum Nettó. Getty

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingabringum frá Esju Gæðafæði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna.

Frá þessu er greint á vef MAST. Þar segir að innköllunin eigi við um framleiðslulotu 23205. 

Nánari upplýsingar um vöruna má sjá hér að neðan.

  • Vörumerki: Kjötsel
  • Vöruheiti: Kjúklingabringur grilltvenna úrb marineruð
  • Framleiðandi: Esja Gæðafæði Bitruhálsi 2 110 Reykjavík
  • Lota: 23205
  • Strikamerki: 2395041
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Geymsluþol:
  • Dreifing: Nettó verslanir

Þá er neytendum sem keypt hafa vöruna bent á að hægt er að skila vörunni í viðkomandi verslanir Nettó eða til Esju Gæðafæðis, Bitruhálsi 2,110 Reykjavík. Esja Gæðafæði biður neyt­end­ur vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem af þessu get­ur skap­ast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×