Innherji

Útflæði úr sjóðum tæplega tvöfaldast á milli ára

Hörður Ægisson skrifar
Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hafi rétt úr kútnum í júlí er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar samt niður um liðlega tvö prósent frá áramótum.
Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hafi rétt úr kútnum í júlí er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar samt niður um liðlega tvö prósent frá áramótum. VÍSIR/VILHELM

Samfellt hreint útflæði var úr helstu verðbréfasjóðum á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst það talsvert á milli ára samtímis erfiðu árferði á fjármálamörkuðum sem einkenndist af þrálátri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi. Innlausnir fjárfesta í hlutabréfa- og blönduðum sjóðum var samanlagt um 13 milljarðar og næstum tvöfaldaðist á fyrri árshelmingi þessa árs.


Tengdar fréttir

Al­vot­ech og Mar­el hald­a mark­aðn­um niðr­i en hækk­an­ir víða er­lend­is

Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×