Lífið

500 fermetra hönnunarhús fyrir hálfan milljarð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið eru rúmir 500 fermetrar að stærð.
Húsið eru rúmir 500 fermetrar að stærð. Fasteignaljósmyndun

Rúmlega 500 fermetra einbýlishús með stórbrotnu útsýni yfir Urriðavatn og Heiðmörk í Garðabæ er til sölu. Lágmarks verð fyrir eignina er hálfur milljarður. 

Um er að ræða tveggja hæða einbýlishús við Dýjagötu 12 í Urriðaholti í Garðabæ sem er teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt.

Fimm svefnherbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra alrými með sérsmíðuðu eldhúsi, borðstofu og stofu. Í rýminu eru þriggja metra háir gluggar svo útsýnið njóti sín sem best. 

Þá er útgengt úr alrýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra full búin íbúð með sér inngangi. 

Eigendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, Innkaupastjóri Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður.

Húsið er staðsteypt og er einangrað að utan með læstri svartri álklæðningu.Fasteignaljósmyndun
Gengið er inn um aðalinngang í anddyri með aukinni lofthæð. Í anddyri er sérsmíðaður fataskápur ásamt sérsmíðaðri innréttingu.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er marmaraklætt með útsýni yfir Urriðavatn.Fasteignaljósmyndun
Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými með þriggja metra háum gluggum með útsýni yfir Urriðavatn.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×