Erlent

Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO

Samúel Karl Ólason skrifar
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, er staddur í Vilníus í Litháen, þar sem leiðtogafundur NATO hefst formlega í dag.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, er staddur í Vilníus í Litháen, þar sem leiðtogafundur NATO hefst formlega í dag. AP/Sylvain Plazy

Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun.

Szijjarto skrifaði í færslu á Facebook í morgun að ríkisstjórn Ungverjalands styddi inngöngu Svía í NATO. Frumvarp þar að lútandi hefði verið lagt fyrir þing fyrir mörgum mánuðum. Ráðherrann vísaði þó ekki til þess að yfirvöld í Tyrklandi hefðu sagst ætla að styðja inngöngu Svía, eftir margra mánaða neitanir og viðræður.

Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar á síðasta ári en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi dregið að samþykkja aðild Svía þar sem Tyrkir hafa sakar sænsk stjórnvöld um að vernda liðsmenn PKK, frelsishreyfingu Kúrda, sem tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti svo í gær að hann styddi aðild Svíþjóðar að NATO.

Í frétt SVT segir að ef tyrkneska þingið samþykkir inngöngu Svía í þessari viku sé bara Ungverska þingið eftir. Miðað við orð Szijjarto ætti það ekki að taka langan tíma.

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að stækkun NATO væru mistök og hún myndi hafa neikvæðar afleiðingar. Vísaði hann einnig til inngöngu Finnlands í bandalagið.


Tengdar fréttir

Erdogan sam­þykkir NATO-aðild Svía

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld.

Svíar færast nær aðild að NATO

Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×