Tíska og hönnun

Dua Lipa stal senunni á heims­frum­sýningu Bar­bie

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Dua Lipa skein svo sannarlega skært í Bottega Veneta kjól á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í Los Angeles í gær.
Dua Lipa skein svo sannarlega skært í Bottega Veneta kjól á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í Los Angeles í gær. Rodin Eckenroth/WireImage

Það má með sanni segja að Barbie sé þekkt fyrir glamúr og náði glamúrinn ákveðnu hámarki í gærkvöldi þegar heimsfrumsýningin á Barbie myndinni fór fram í viðburðahúsinu Shrine Auditorium & Expo Hall í Los Angeles. 

Hver stórstjarnan á fætur annarri gekk bleika dregilinn fyrir frumsýninguna í sínu allra fínasta pússi. 

Söngkonan Dua Lipa var meðal gesta en hún syngur þemalag Barbie myndarinnar Dance The Night og var algjör senuþjófur í stórglæsilegum gegnsæjum og glitrandi Bottega Veneta kjól. 

Hér má sjá tónlistarmyndband við Barbie lagið Dance The Night

Margot Robbie, sem fer með aðalhlutverk í myndinni sem aðal Barbie-in af mörgum, klæddist öllu svörtu frá toppi til táar á frumsýningunni. Hún hefur skartað hinum ýmsu bleiku fötum á kynningarferðalagi fyrir myndina en hefur mögulega ákveðið að leggja skæru litina á hilluna í bili. Hún hélt þó ekki aftur af glamúrnum, glitraði í steinuðum Schiaparelli kjól og dró innblástur frá Barbie dúkkunni „Solo in the Spotlight“ frá sjöunda áratuginum. 

Barbie og Ken raunheima, Margot Robbie and Ryan Gosling, glæsileg á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í gær. Frazer Harrison/FilmMagic

Ryan Gosling klæddist ljósbleiku frá toppi til táar í jakkafötum frá tískuhúsinu Gucci. 

Hér má sjá fleiri myndir af fræga fólkinu á frumsýningu Barbie: 

Margot Robbie og Scott Evans leika bæði í Barbie myndinni. Robbie var glæsileg í svörtum Schiaparelli kjól og Evans í bleikum skóm og bleikum jakkafötum, en ekki hvað! Photo by Frazer Harrison/FilmMagic
Dua Lipa var stórglæsileg á heimsfrumsýningu Barbie í gærkvöldi og skein sínu allra skærasta. Albert L. Ortega/Getty Images

Leikstjóri Barbie myndarinnar Greta Gerwig mætti í öllu bleiku og brosti sínu breiðasta. Frazer Harrison/FilmMagic

Barbie leikarahópurinn ásamt leikstjóranum. Frá vinstri: Ryan Gosling, America Ferrera, Ariana Greenblatt, Issa Rae, Margot Robbie, Greta Gerwig, Simu Liu og Hari Nef stórglæsileg saman á heimsfrumsýningu Barbie. Albert L. Ortega/Getty Images

Bleik bomba! Issa Rae með bleika förðun, í bleikum kjól, með bleikt veski og í bleikum skóm.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty

Michael Cera klæddist bleikri hördragt og ljósum skóm. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Alexandra Shipp klæðist stórglæsilegum Miu Miu galakjól.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic/Getty

America Ferrera í góðum gír í gærkvöldi glæsileg í ljósbleiku satín setti frá Bandaríska tískuhúsinu ST. JOHN. Frazer Harrison/FilmMagic

Leikkonan og grínistinn Kate McKinnon fer með hlutverk einnar af mörgum Barbie í Barbie myndinni. Hún virtist skemmta sér vel á frumsýningunni í gær í dökkbleikri dragt.Frazer Harrison/FilmMagic

Margot Robbie var þó með bleika slæðu í hendinni þrátt fyrir að vera annars svartklædd. Rodin Eckenroth/WireImage
Simu Liu og Allison Hsu voru flott á frumsýningunni í bláu. Rodin Eckenroth/WireImage
Hari Nef klæðist hér svörtum Celine galakjíol og skín skært. Rodin Eckenroth/WireImage

Margot Robbie og rappgoðsögnin Nicki Minaj. Michael Buckner/Variety via Getty Images

„Hi Barbie, wanna go for a ride?“ Barbie bíllinn var að sjálfsögðu á staðnum!Michael Buckner/Variety via Getty Images


Tengdar fréttir

Ferðast um heiminn eins og al­vöru Bar­bie dúkka

Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins.

Fer frá Barbie til Narníu

Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum.

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×