Viðskipti innlent

Telma stýrir ÍMARK

Atli Ísleifsson skrifar
Telma Eir Aðalsteinsdóttir.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir. ÍMARK

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Telma Eir hafi þegar hafið störf. 

„Telma er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði Telma meðal annars sem rekstrarstjóri SalesCloud, framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga og Samtaka íslenskra framhaldsskólanema,“ segir í tilkynningunni.

Um ÍMARK segir að um sé að ræða samtök markaðsfólks á Íslandi sem stofnuð hafi verið árið 1986 og sé samfélag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. „Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis, stuðla að auknum skilningi að mikilvægi þeirra ásamt því að vera leiðandi afl og vettvangur þekkingar á sviði markaðsmála á Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×