Erlent

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam.
Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam. IMDB

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir kvikmyndinni Barbie sem frumsýnd verður þann 21. júlí næstkomandi. Margot Robbie fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem Greta Gerwig skrifaði og leikstýrði. Þá fara Ryan Gosling, Kate McKinnon, Will Ferrell, Emma Mackey, Simu Liu og fleiri með hlutverk í myndinni. 

Kvikmyndaáhugafólk í Víetnam þarf þó að leita annarra leiða til að horfa á Barbie þar sem hún verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum þar í landi. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Víetnam bannar kvikmyndir vegna landakorts sem sýnir yfirráð Kína á hafsvæðinu. Samkvæmt Reuters var DreamWorks teiknimyndin Abominable bönnuð þar árið 2019 og í fyrra var kvikmyndin Unchartered, með Tom Holland í aðalhlutverki, einnig bönnuð.


Tengdar fréttir

Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum

Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×