Viðskipti innlent

Veðurstilltar auglýsingar nýjung í auglýsingabransanum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Útlit auglýsinga Krónunnar veltur nú á veðri.
Útlit auglýsinga Krónunnar veltur nú á veðri. Púls Media

Auglýsingatæknifyrirtækið Púls Media tilkynnti á á dögunum um nýjung í auglýsingatækni en það eru veðurstilltar auglýsingar. 

Í tilkynningu frá Púls Media segir að nú geti auglýsendur aðlagað herferðir sínar á nýstárlegan hátt út frá veðurskilyrðum. Þannig geti auglýsendur sérsniðið skilaboð sín að veðrinu hverju sinni.

„Við erum ótrúlega spennt að kynna þessar nýju veðurtengdu auglýsingar sem gerir fyrirtækjum kleift að birta súper viðeigandi skilaboð í sínum herferðum í rauntíma,“ segir Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Púls Media.

Kerfi Púls gerir auglýsendum kleift að velja auglýsingu til notkunar úr nokkrum veðurstillingum eftir því hvort rignir, hvessir, sólin skíni og svo framvegis. Þá geta fyrirtæki einnig tilgreint staðsetningar þar sem veðurtengdar stillingar eiga að gilda. Krónan er fyrsta fyrirtækið til þess að nýta sér tæknina.

„Íslenska sumarið er svo óútreiknanlegt og við vildum fanga þann anda í þessari auglýsingaherferð. Með því að sýna ýmsar spaugilegar hliðar af týpísku íslensku sumri í réttu samhengi við núverandi veður náum við að koma á framfæri sérsniðnum skilaboðum, ýta undir vörumerkjavitund og vonandi vekja samtöl,“ segir Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×