Erlent

Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París

Heimir Már Pétursson skrifar
Eftirspurn eftir herflugvélum af öllum gerðum hefur aukist mikið eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hér sést F-35 herþota frá Lockheed verksmiðjunum sýna listir sínar.
Eftirspurn eftir herflugvélum af öllum gerðum hefur aukist mikið eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hér sést F-35 herþota frá Lockheed verksmiðjunum sýna listir sínar. AP/Michel Euler

Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir.

Herflugvélar af ýmsum gerðum eru áberandi á sýningunni að þessu sinni enda vaxandi eftirspurn eftir þeim vegna innrásar Rússa í Úkraínu og vaxandi spennu vegna stefnu Kína á Kyrrahafi. 

Á sama tíma er eftirspurn eftir farþegaflugvélum að stóraukast eftir að ferðamenn tóku við sér að loknum faraldri.

Boeing 777 er ein fjölmargra flugvéla til sýnis og sölu á flugsýningunni í París. AP/Michel Euler

Jerry Moran öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþing er einn fjölmargra sem sækir sýninguna.

„Það sem gerist í Úkraínu hefur mikiláhrif á stöðuna í Suður-Kyrrahafi og við viljum vinna saman að því að tryggja að við tökum réttar ákvarðanir við að gera þennan heim öruggari og binda enda á harðstjórn.,“ segir Morgan.

Emmanuel Macron forseti Frakklands heimsótti sýninguna á opnunardeginum í dag. Forstjórar flugvélaframleiðenda um allan heim ásamt fulltrúum margra ríkja eru á sýningunni.AP/(Ludovic Marin

Morgan segir mikla þörf á að virkja birgja bæði í Bandaríkjunum og Evrópu til að anna eftirspurninni. Evrópumenn og Bandaríkjamenn verði að skipuleggja framlög sín til Úkraínu til framtíðar.

„Til að geta sinnt varnarþörfum okkar í enn ríkari mæli. Hvort sem það er hér í þessari sýningu eða um allt land tengist umræðan fyrr en síðar Úkraínu,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn.

Hann reiknar með að gengið verði frá fjölmörgum sölusamningum á sýningunni í París sem hófst í dag og stendur yfir í viku.


Tengdar fréttir

Rússar skutu eldflaugum á Kherson í dag

Rússar héldu áfram loftárásum á borgir í suðurhluta Úkraínu í dag. Flugskeyti hæfðu skrifstofubyggingu miðborg Kherson sem Rússar höfðu hertekið en var stökkt á flótta þaðan í nóvember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×