Erlent

Mikill eldur í höfuð­stöðvum Novo Nordisk

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. EPA

Mikill eldur hefur brotist út í höfuðstöðvum danska lyfjarisans Novo Nordisk í Bagsværd, úthverfabæ Kaupmannahafnar. 

Fjallað er um málið í dönskum miðlum, en þar segir að um sé að ræða mikinn eld sem sé farin að dreifa sér á milli húsa. Slökkvilið berst nú við eldinn.

Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu um þessar mundir.

Mynd frá vettvangi.EPA

Fram kemur að ekki sé vitað um nein slys á fólki vegna eldsins og að reykjarmökkur sem berist frá höfuðstöðvunum beri ekki með sér eiturgufur.

Þessi mikli reykjarmökkur teygir sig yfir þjóðveg. Þeir sem aka um vegin eru beðnir um að hægja á sér á meðan þeir fara í gegnum reykinn.

Mynd frá vettvangi.EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×