Innlent

Bein út­sending: Kynningar­fundur um stór­fellda upp­byggingu í­búða fyrir tekju- og eigna­minni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er til húsa við Borgartún 21. 
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er til húsa við Borgartún 21.  Vísir/Egill

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur í dag fyrir fundi þar sem uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni verða kynnt. Fundurinn fer fram klukkan tólf í Borgartúni 21 hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 

Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum. 

Þá kynnir innviðaráðherra úthlutun stofnframlaga og stóraukið fjármagn stjórnvalda til byggingar íbúða á viðráðanlegu verði. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Anna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fara með erindi á fundinum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×