Erlent

Lést sjö dögum eftir að hafa lifnað við í eigin jarðar­för

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Ættingjum Bellu brá í brún þegar hún reis upp frá dauðum í eigin útför.
Ættingjum Bellu brá í brún þegar hún reis upp frá dauðum í eigin útför. Getty

Kona sem lifnaði við í eigin jarðarför í síðustu viku er látin, viku eftir að atburðurinn átti sér stað. Hún lést af völdum heilablóðfalls, 76 ára.

Ættingjum Bellu Montoya brá í brún í jarðarför hennar þegar bankað var í kistuna, innanfrá. Í frétt BBC segir að Bella hafi verið flutt á spítala þegar í ljós kom að hún væri á lífi. 

Einni viku síðar tilkynnti heilbrigðisráðuneyti Ekvador að Bella væri látin. Ráðuneytið er nú með málið til skoðunar. Í tilkynningu þaðan segir að Bella hafi verið undir stöðugu eftirliti lækna en gefa ekkert frekar upp um rannsókn á málinu.

Í frétt Guardian segir sonur Bellu að málinu ljúki ekki hér. Hann hafi ekki fengið neinar útskýringar frá yfirvöldum um hvað hafi átt sér stað. Fjölskyldan hefur skilað formlegri kvörtun vegna málsins og vill að læknar sem komu að málinu sæti ábyrgð vegna þess.

Greint var frá því í síðustu viku að líkvaka Bellu Montoya hafði staðið í fimm klukkustundir og þegar ættingjar hennar voru að færa hana í líkklæðin fyrir sjálfa jarðarförina tók hún skyndilega andköf.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×