Erlent

Keppast við að finna dreng sem týndist í helli áður en flóð verða of mikil

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil rigning er og því keppast viðbragðsaðilar við að finna drenginn.
Mikil rigning er og því keppast viðbragðsaðilar við að finna drenginn. Getty/Phil Walter

Viðbragðsaðilar á norðureyju Nýja-Sjálands leituðu langt fram á kvöld í gær að barni, sem týndist í helli. Gríðarlegar rigningar og flóð hafa verið á svæðinu og liggur því mikið á að finna barnið.

Drengurinn, sem verður fimmtán ára á þessu ári, var í skólaferðalagi með Whangarei drengjaskólanum að skoða Abbey-hella í Whangarei í Northland á þriðjudagsmorgun, að staðartíma, þegar hann týndist. Hellarnir ná langt niður í land en eru þannig myndaðir að mikil hætta skapast í þeim ef mikil flóð og rigningar eru á svæðinu.

Um klukkan fimm síðdegis tilkynnti lögregla að leit yrði stöðvuð. Þá höfðu viðbragðsaðilar verið að leita í sex klukkutíma. Leitin mun að öllum líkindum hefjast að nýju við sólarupprás í fyrramálið.

Í morgun fór svo að rigna gríðarlega á svæðinu en það er ekki óalgengt að flæði inn í hellana. 

Whangarei er rétt norður af Auckland. Mikil flóð voru á svæðinu í lok janúarmánaðar og því margir bæir enn að jafna sig á þeim. Fjórir fórust í flóðunum. Þá reið fellibylurinn Gabrielle yfir eyjuna í febrúar, sem olli miklum skemmdum, og minnst ellefu létust. 


Tengdar fréttir

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Hátt í fimm­tíu þúsund heimili raf­magns­laus í Nýja-Sjá­landi

Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×