Innlent

Sonur Sigurðar Inga nýr skrif­stofu­stjóri Fram­sóknar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og sonur hans, Jóhann H. Sigurðsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og sonur hans, Jóhann H. Sigurðsson. Vísir/Arnar/Framsókn

Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. 

Síðustu ár hefur Jóhann starfað meðfram námi í forsætisráðuneytinu og hjá Bezzerwizzer í Kaupmannahöfn. Hann er með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands en síðustu tvö ár hefur hann stundað nám í alþjóðlegum stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu við Háskólann í Hróarskeldu. 

Jóhann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×