Innlent

Upp­söfnuð fjölgun lyfja­á­vísana langt um­fram fjölgun lands­manna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Á Austurlandi eru aðeins tvö apótek.
Á Austurlandi eru aðeins tvö apótek. Vísir/Vilhelm

Uppsöfnuð fjölgun lyfjaávísana á tímabilinu 2018 til 2022 er 20,8 prósent, langt umfram fjölgun landsmanna sem nam á sama tímabili 8 prósentum í heild og 15 prósentum meðal 65 ára og eldri.

Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Lyfjastofnunar um starfsemi apóteka árið 2022.

Í lok árs voru 76 apótek á landinu öllu; 26 á vegum Lyfja og heilsu hf., 23 á vegum Lyfju hf. og sex á vegum Lyfsalans ehf.

52 apótek voru starfrækt á höfuðborgarsvæðinu árið 2022, fimm á Suðurnesjum og nítján annars staðar á landsbyggðinni. Þá voru 29 lyfjaútibú starfrækt á landinu.

Alls störfuðu 814 manns í apótekum, lyfjaútibúum og lyfsölum í fyrra, þar af 252 lyfjafræðingar, 58 lyfjatæknar og 504 aðrir starfsmenn. 

Á Austurlandi voru aðeins tvö apótek starfrækt árið 2022 en sex lyfjaútibú. 

Hér má finna forvitnilega skýrslu Lyfjastofnunar um starfsemi apóteka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×