Erlent

Segir Tyrki hafa fellt leið­toga ISIS

Árni Sæberg skrifar
Recep Tayyip Erdogan er forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan er forseti Tyrklands. Getty/Utku Ucrak

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrknesku leyniþjónustuna hafa fellt Abu Hussein al-Qurashi, sem sagður er hafa tekið við stjórn Íslamska ríkisins eftir að Abu Ibrahim al-Qurayshi lést í árás Bandaríkjamanna á heimili hans í febrúar í fyrra.

„Þessi einstaklingur var felldur í aðgerðum tyrknesku leyniþjónustunnar í Sýrlandi í gær,“ segir forsetinn í viðtali við tyrkneska ríkisútvarpið. Hann segir leyniþjónustuna lengi hafa fylgst með Abu Hussein al-Qurashi.

Þá segir hann Tyrki munu halda áfram baráttu sinni gegn Íslamska ríkinu án vægðar.

Sem áður segir er Abu Hussein al-Qurashi sagður hafa tekið við stjórntaumnum árið 2022 eftir að forveri hans lést eftir árás Bandaríkjamanna. Hann sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp á heimili þeirra í í Idlib-héraði í Sýrlandi þegar fimmtíu hermenn gerðu áhlaup á heimilið.


Tengdar fréttir

Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn

Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó.

Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða

Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands.

Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×