Viðskipti innlent

Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL

Máni Snær Þorláksson skrifar
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Guðrún Norðfjörð hafa allar hafið störf hjá Aton.JL.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Guðrún Norðfjörð hafa allar hafið störf hjá Aton.JL. Baldur Kristjánsson

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York. Þá hefur Steinunn yfir fimmtán ára reynslu af kynningar- og stjórnunarstörfum á vettvangi félagasamtaka og stofnana hérlendis og erlendis. Hún gegndi síðast hlutverki talskonu Stígamóta. Fyrir það var hún skrifstofustýra UN Women í Japan og framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Svanhildur Gréta hefur á undanförnum tíu árum tekið þátt í og stofnað til ýmissa skapandi verkefna. Til dæmis stofnaði hún Studio Holt. Þá stofnaði hún ásamt öðrum ljósmynda- og framleiðslurýmið EY Studo. Einnig hefur hún talsverða reynslu af útgáfu og fjölmiðlun. Hún stofnaði til að mynda veftímaritið Blær.is, starfaði hjá fréttatímanum og hjá Útvarpi 101. Fyrir það starfaði hún sem hugmyndasmiður hjá hönnunarstofunni Döðlur.

 Guðrún Norðfjörð er nep BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands, diplómu í hagnýtri fjölmiðlun og MA gráðu í menningarstjórnun frá Goldsmiths College í London. Guðrún hefur áður starfað sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni, verkefna- og framkvæmdastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík og markaðsstjóri hjá Forlaginu. Þá hefur hún víðtæka reynslu af auglýsinga- og markaðsmálum auk viðburða- og verkefnastjórnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×