Innlent

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru nú á leið með fylgdarliði til borgarinnar Bucha í útjaðri Kænugarðs.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru nú á leið með fylgdarliði til borgarinnar Bucha í útjaðri Kænugarðs. Grafík/Hjalti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun.

Dagskrá þeirra liggur ekki fyrir í smáatriðum en vitað er að þær munu funda með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins síðar í dag.

Þá munu þær heimsækja bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir hádegi, þar sem rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum á fyrstu vikum innrásarinnar.

Tilgangur ferðarinnar er að sýna stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í verki en einnig að undirbúa leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí, þar sem málefni Úkraínu verða efst á baugi. Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og er leiðtogafundurinn í Hörpu í maí sá stærsti sem nokkru sinni hefur verið hadinn hér á landi.


Tengdar fréttir

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí.

Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi

Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×