Neytendur

IKEA inn­kallar spegla

Atli Ísleifsson skrifar
Veggfestingarnar sem fylgja speglunum eru taldar geta brotnað. 
Veggfestingarnar sem fylgja speglunum eru taldar geta brotnað.  IKEA

IKEA hefur ákveðið að innkalla LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað.

Í tilkynningu frá IKEA segir að viðskiptavinir  sem eiga LETTAN spegla sem falli undir innköllunina, séu hvattir til að taka þá niður og fá sendar nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu.

„Öryggi er alltaf efst á forgangslista IKEA og því hefur verið ákveðið að innkalla LETTAN spegla, með framleiðsludagsetningar til og með 2105 (ÁÁVV), til viðgerðar vegna hættu á að veggfestingarnar brotni.

Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörur okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar.

Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að veggfestingarnar fyrir LETTAN speglana eigi það til að brotna og speglarnir geta því dottið niður öllum að óvörum. Því hvetjum við alla sem eiga LETTAN spegla sem falla undir þessa innköllun að hætta notkun þeirra og fá sendar nýjar festingar án endurgjalds.

Vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið okkar í síma 520 2500 eða netfangið IKEA@IKEA.isog fáðu nýjar festingar með vörunúmerinu 139298/1 sendar til þín, þér að kostnaðarlausu.

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×