Lífið

Gísli Örn ó­þekkjan­legur eftir með­ferð hjá Rögnu Foss­berg

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þekkir þú manninn?
Þekkir þú manninn?

Leikarinn Gísli Örn Garðarsson er óþekkjanlegur í nýrri auglýsingu fyrir Happdrætti Háskóla Íslands. Það er förðunarmeistarinn Ragna Fossberg sem er snillingurinn á bak við gervið. 

Um er að ræða auglýsingu frá auglýsingastofunni Hér og nú sem er hluti af nýrri herferð HHÍ undir leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar. Í auglýsingunni fer Gísli með hlutverk veðurfræðings sem gefur út bláa viðvörun.

„Það gætu hreinlega fokið milljónir í fang hvaða miðaeiganda sem er,“ segir Gísli um leið og vindhviða skellur á með þeim afleiðingum að hárkollan fýkur af honum.

Fyrir utan það að tala inn á auglýsingar Landsbankans er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem Gísli Örn tekur að sér hlutverk í auglýsingu.

Í auglýsingunni má heyra lagið Í bláum skugga í nýjum búningi Helga Sæmundar Guðmundssonar. Það er óhætt að segja að það sé ákveðinn Verbúðarfílingur í auglýsingunni.

Ragna Fossberg, einn reynslumesti förðunarfræðingur landsins, var fengin til þess að umbreyta Gísla. Henni tókst listilega vel til eins og sjá má hér að neðan.

Ragna Fossberg er sannkölluð galdrakona.
Hárið var eitthvað farið að þynnast á veðurfræðingnum.
Gísli Örn tilbúinn í hlutverki sinu sem veðurfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×