Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 15:01 Myndin er frá áhorfendahátíð í Al Bidda garðinum í Qatar í gær. Vísir/Getty Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“ HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“
HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn