Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn: Ekki biðja mig um þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:00 Max Verstappen þakkar Sergio Perez fyrir aðstoðina fyrr á þessu tímabili. Getty/Chris Graythen Heimsmeistarinn í formúlu eitt er búinn að vinna titilinn annað árið í röð en honum virðist vera alveg saman hvernig liðsfélaga hans gengur. Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Max Verstappen neitaði að aðstoða liðsfélaga sinn Sergio Perez hjá Red Bull í brasilíska kappakstrinum um helgina en þó að titilinn sé tryggður hjá Verstappen þá á Perez enn möguleika á öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN F1 (@espnf1) Perez dróst aftur úr í keppninni eftir að endurræsa þurfti kappaksturinn eftir að öryggisbíll kom inn á brautina. Perez er meðal annars í baráttunni um annað sætið við Charles Leclerc sem var einn af bílunum sem voru á undan. Verstappen náði Perez og fór fram úr honum og Red Bull hvatti hann til að reyna að ná stigum af Fernando Alonso í fimmta og Leclerc í fjórða. Max Verstappen showing his true colours rejecting team orders. How many times has Perez had to help Max by letting him past. The one time Max could help Perez out a bit, he refuses. Absolutely appalling attitude and just not a team player— Sophie Barley (@SophieBarley) November 13, 2022 Það leit út fyrir að Verstappen myndi síðan hleypa Perez fram úr sér ef hann næði hvorugum ökumanninum á undan sér. Verstappen tókst ekki að komast upp úr sjötta sætinu en hann hleypti Perez heldur ekki fram úr sér. Gianpiero Lambiase hjá Red Bull spurði Verstappen eftir keppnina. „Max hvað gerðist?“ spurði Lambiase en fékk snubbótt svar til baka. „Ég er búinn að segja þetta við þig. Ekki biðja mig um þetta aftur, erum við klárir á því? Ég gaf upp mínar ástæður og stend við þær,“ sagði Verstappen. Yfirmaðurinn Christian Horner sagði þá: „Afsakaðu þetta, Checo“ og fékk svar: „Þetta sýnir bara hver hann er,“ svaraði Perez. Hann hefur margoft hjálpað Verstappen eins og má sjá hér fyrir neðan. A reminder of all the times Perez helped Verstappen last season pic.twitter.com/8wWDNqRogU— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn