Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 15:04 Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna þriðjudagskvöldið 1. nóvember klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Slökkvilið Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Slökkvilið Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira