Erlent

Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan fékk fjölmargar ábendingar um stunguárásina á bekknum í Furuset.
Lögreglan fékk fjölmargar ábendingar um stunguárásina á bekknum í Furuset. Rolf petter olaisen/NRK

Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili.

Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar í Osló styður þann grun. 

„Þetta eru báðir ungir menn og við teljum líklegt að þeir þekkist innbyrðis,“ yfirrannsakandi Rune Hekkelstrand í samtali við norska ríkisútvarpið. 

Báðir mennirnir eru alvarlega særðir og liggja nú þungt haldnir á Sjúkrahúsi.

Lögreglan fékk fjöldamargar ábendingar nú síðdegis á mánudag, nánar tiltekið klukkan 16:42, um stunguárásina í umræddri íbúð. 

„Nú er mikill viðbúnaður við lestarstöðina í Furuset eftir að við fengum ábendingu um stunguárásina þar. Við höfum ekki frekari upplýsingar um ástand mannanna en það er ljóst að um mjög alvarleg atvik er að ræða,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Í frétt NRK kemur einnig fram að um hálftíma fyrir stunguárásina var tilkynnt um hópslagsmál í verslunarmiðstöðinni Tveita senter skammt frá Furuset-hverfinu. Lögreglan rannsakar nú jafnframt hvort sá slagur tengist stunguárásunum tveimur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×