Fótbolti

Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings-legend

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit.

Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur og stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur á löngum köflum. Aðspurður sagði Arnar að leikir þessara tveggja liða væru alltaf dramatískir.

Þetta var ótrúlegur leikur. það eru alltaf lygilegir leikir á milli þessara tveggja liða og leikurinn í kvöld var alls ekki að valda vonbrigðum. Við þurftum að kafa virkilega djúpt og þetta var ótrúlega flottur karaktersigur hjá strákunum. Þetta var mjög vel spilaður leikur af beggja hálfu“, sagði Arnar.

Þjálfarinn var mjög ánægður með innkomu manna af bekknum í leiknum en bekkurinn var fullur af ungum strákum ásamt Helga Guðjónssyni sem setti heldur betur mark sitt á leikinn sem og varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson.

Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend, alltaf fit og klár í slaginn og kvartar aldrei. Alltaf tilbúinn. Svo erum við búnir að bíða lengi eftir Sigurði Steinari, hann hefur verið að glíma við meiðsli en hann er einn af okkar allra efnilegustu leikmönnum. Það vita ekki allir af honum en hann hefur alla burði til þess að ná langt“, sagði Arnar og flýtti sér í næsta viðtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×