Erlent

Kona lést í slysinu við EM-torgið

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan í Manchester staðfestir að ein kona hafi látist í slysinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan í Manchester staðfestir að ein kona hafi látist í slysinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ollie Millington/Getty Images

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Mikill viðbúnaður var við EM-torgið vegna slyssins en tveggja hæða strætisvagni var ekið fyrir slysni á biðskýli þar sem þrennt beið eftir vagni. Eitt þeirra lést en önnur kona á sextugsaldri liggur þungt haldin á sjúkrahúsi og karlmaður á sjötugsaldri hlaut smávægilega meiðsli í slysinu. Þetta segir í frétt Manchester Evening News.

Sjónarvottar hafa lýst því hvernig strætisvagninum var skyndilega ekið upp á gangstétti og inn í biðskýlið. Ekki er talið að vagnstjórinn hafi haft illt í hyggju en hann ræddi við lögreglu á vettvangi

Veginum við Piccadilly Gardens var lokað í gærkvöldi og ekki opnaður aftur fyrr en um klukkan 6 í morgun, að staðartíma.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×