Erlent

Fimm­tán látnir eftir sprengingu á fjöl­býlis­hús

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Óttast er um afdrif minnst tuttugu.
Óttast er um afdrif minnst tuttugu. AP

Að minnsta kosti fimmtán létust og fleiri særðust í sprengjuárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Khasiv Yak í austurhluta Úkraínu. 

Óttast er um afdrif minnst tuttugu íbúa fjölbýlishússins að sögn ríkisstjóra Donetsk sem segir björgunaraðgerðir standa yfir. Harðir bardagar geysa í Donbas héraði og hefur ríkisstjóri Luhansk lýst ástandinu í Donetsk sem helvíti.


Tengdar fréttir

Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina

Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið.

Segir Si­evi­eródo­netsk á barmi mannúðar­hörmunga

Ástandið í hinni hersetnu Sievieródonetsk „er á barmi mannúðarhörmunga,“ segir Serhai Haidai, ríkisstjóri Lúhansk í Úkraínu. Hann segir ekkert miðlægt vatnsveitu-, gasveitu- eða rafveitukerfi í borginni, um 80 prósent alls húsnæðis hafi verið eyðilagt og að Rússar fari ránshendi um borgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×