Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 14:11 Cassidy Hutchinson starfaði í Hvíta húsi Trump. Hún segist hafa séð Mark Meadows, skrifstofustjóra, brenna skjöl. AP/J. Scott Applewhite Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20