Fótbolti

Ítalir tylltu sér á toppinn | Færeyingar sáu tvö rauð í tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ítalir fögnuðu sigri í kvöld.
Ítalir fögnuðu sigri í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

Ítalir tylltu sér á topp 3. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir að liðið vann 2-1 sigur gegn Ungverjum í kvöld. Þá máttu frændur okkar Færeyingar þola 0-1 tap gegn Lúxemborg í C-deild eftir að hafa fengið tvö rauð spjöld í leiknum.

Nicolo Barella og Lorenzo Pellegrini sáu til þess að Ítalir höfðu 2-0 forystu er flautað var til hálfleiks í leik þeirra gegn Ungverjum.

Gianluca Mancini minnkaði svo muninn fyrir Ungverja eftir um klukkutíma leik þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Ítalíu sem nú situr á toppi 3. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki.

Þá máttu frændur okkar Færeyingar þola 0-1 tap gegn Lúxemborg. Rene Joensen fékk að líta beint rautt spjald í liði Færeyinga á 68. mínútu áður en Gerson Rodrigues kom gestunum yfir stuttu síðar af vítapunktinum.

Færeyingar enduðu svo á að spila seinustu tíu mínútur leiksins manni færri eftir að Solvi Vatnhamar fékk að líta beint rautt spjald.

Lúxemborg er því með sex stig eftir fyrstu tvo leiki riðilsins, en Færeyingar eru enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×