Fótbolti

Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þjóðin hefur alltaf ýmislegt að segja þegar landsliðin spila sína leiki.
Þjóðin hefur alltaf ýmislegt að segja þegar landsliðin spila sína leiki. Vísir/Diego

Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter.

Leikurinn er annar leikur Íslands í riðlinum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli í sínum fyrsta leik. Aðeins þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rússlandi var vikið úr keppninni vegna stríðsins í Úkraínu.

Albanía var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld og leiddi 1-0 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Jón Dagur Þorsteinsson fyrir Ísland og leikurinn var í járnum eftir það mark.

Á Twitter var aðeins rætt um mætingu í byrjun leiksins og gæði á útsendingu Viaplay. Þá voru einhverjir sem veltu fyrir sér fjarveru Alberts Guðmundssonar sem var ónotaður varamaður allan leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×