Erlent

Játaði að hafa stungið fimm til bana og reynt að myrða aðra með boga og örvum

Samúel Karl Ólason skrifar
Andersen Bråthen, skaut örvum að fólki í Kongsberg í Noregi í fyrra og stakk fimm manns til bana.
Andersen Bråthen, skaut örvum að fólki í Kongsberg í Noregi í fyrra og stakk fimm manns til bana. Lögreglan í Noregi

Andersen Bråthen, játaði í morgun að hafa myrt fimm manns í Noregi í fyrra. Í dómsal í dag gekkst hann við öllum ákærum gegn sér en auk morðanna fimm er hann sakaður um ellefu morðtilraunir og ýmis önnur brot.

Allir sem dóu voru stungnir til bana með hnífum en aðra skaut hann með boga og örvum. Bråthen réðst fyrst á fólk í matvöruverslun í bænum þar sem hann skaut örvum að fólki. Hann var svo stöðvaður um hálftíma síðar en þá hafði hann stungið fimm manns til bana á heimilum þeirra.

Fjórar konur dóu og einn maður og voru þau á aldrinum 52 til 78.

Bråthen er 38 ára Dani sem hefur búið í Noregi allt sitt líf. Lögreglan sagði fyrst að árásin væri líklega hryðjuverk en það var fljótt dregið til baka þegar veikindi Bråthen urðu ljós.

NRK hefur eftir verjanda Bråthen frá því í morgun að hann sé mjög veikur maður og að geðræn vandamál hans verði stór hluti af vörn hans. Saksóknarar segja einnig að ekki eigi að dæma hann til fangelsisvistar vistunar á tilheyrandi stofnun.

Verjandi Bråthen las í morgun upp úr skýrslu sem gerð var um skjólstæðing hans en þar kom fram að hann hefði talið sigi eiga að myrða fólk og að þá myndi hann endurfæðast í kjölfarið. Hann hefði verið þjáður af ofsýnum og hefði ekki áttað sig á gjörðum sínum.

Þá var sýnt myndband í dómsal í morgun þar sem sjá mátti lafandi hrætt fólk hlaupa undan Bråthen og hann skjóta örvum í átt að þeim. Einnig var spiluð upptaka af fyrsta símtalinu til neyðarlínunnar í Noregi.

Þar sagði maður að einhver æri að skjóta fólk með boga og örvum og mátti heyra mikla óreiðu og óðagot í símtalinu, samkvæmt frétt NRK.

Búist er við því að réttarhöldin standi yfir til 22. júní.


Tengdar fréttir

Fórnarlömbin í Kongsberg voru myrt með eggvopnum

Fimm manns sem létu lífið í árás vopnaðs manns í Kongsberg í Noregi í síðustu viku voru stungnir til bana en ekki skotnir með boga og örvum eins og talið var í fyrstu. Sumir þeirra voru myrtir heima hjá sér en aðrir úti á götu.

Ó­dæðis­maðurinn vistaður á stofnun: Norð­menn eru í sárum

Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×