Tónlist

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Aron Can og FM95Blö sitja á toppi íslenska listans.
Aron Can og FM95Blö sitja á toppi íslenska listans. Vísir

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Systur, sem keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í kvöld, skipa fjórða sæti listans með lagið Með hækkandi sól og verður spennandi að fylgjast með þeim flytja lagið fyrir stóran hluta Evrópubúa í kvöld.

Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti hækka sig upp listann frá því í síðustu viku með lagið Hálfa milljón og eru komnir upp í áttunda sætið. Íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að gera góða hluti en af efstu tíu lögum listans eru sjö íslensk.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:


Tengdar fréttir

Með hækkandi sól klífur listann

Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 

Sjö íslensk lög inn á topp tíu

Íslenski listinn er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar enda hefur tónlistarfólk landsins verið að gera öfluga hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×