„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 10:47 Mike Tyson er af mörgum talinn einn besti boxari allra tíma. Stephen Flood/The Express-Times via AP Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu. Box Hollywood Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu.
Box Hollywood Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira