Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 15:00 Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki. Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki.
Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira