Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 10:34 Maðurinn stofnaði meðal annars Facebook aðgang í nafni konunnar og dreifði þar vændisauglýsingu í hennar nafni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira