Erlent

Grunaður um að hafa látið bólu­setja sig níu­tíu sinnum

Árni Sæberg skrifar
Þýskur maður á besta aldri þiggur bólusetningu, þó líklega ekki í nítugasta skiptið. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þýskur maður á besta aldri þiggur bólusetningu, þó líklega ekki í nítugasta skiptið. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Swen Pförtner/Getty

Sextugur þjóðverji sætir rannsókn eftir að upp komst að hann hefði þáð allt að níutíu skammta af bóluefni gegn Covid-19. Hann er sakaður um að hafa falsað og selt bólusetningarvottorð.

Maðurinn er talinn hafa ferðast milli nokkurra mismunandi bólusetningarmiðstöðva í Saxlandi og Saxlandi-Anhalt í austurhluta Þýskalands til að láta bólusetja sig allt að þrisvar á dag, að því er segir í frétt Deutsche Welle, en Freie Press greindi fyrst frá.

FP hefur eftir Kai Kranich, talsmanni Rauða kross Þýskalands, að starfsmaður bólusetningarmiðstöðvar í Dresden hafi farið að gruna manninn um græsku þegar hann kannaðist við hann. Starfsfólk miðstöðvar í Eilenburg hringdi svo til laganna varða þegar hann reyndi að fá bólusetningu þar.

Rauði krossinn kærði manninn vegna gruns um að hann falsaði og seldi bólusetningavottorð en andstæðingar bólusetninga í Þýskalandi þurfa að verða sér úti um slík vottorð, ætli þeir sér að gera nokkurn skapaðan hlut meðal annars fólks.

Þjóðverjum hefur gengið verr en samanburðarþjóðum að bólusetja þjóðina. Aðeins um 75 prósent Þjóðverja eru fullbólusettir og ástandið er sérlega slæmt í austurhluta landsins. Í Saxlandi er hefur, til að mynda, aðeins 65 prósent íbúa þáð fulla bólusetningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×