Handbolti

Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egyptinn Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetni forseti IHF, er ekki allra.
Egyptinn Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetni forseti IHF, er ekki allra. epa/Nic Bothma

Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta.

Molten framleiðir klísturslausa boltann sem hefur fengið nafnið Molten d60 PRO. Og hann verður prufukeyrðu á HM U-18 ára í Georgíu í sumar.

Sumarið 2019 var ákveðið að keppa með boltann á HM U-18 ára kvenna. Mótinu var frestað 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins og það verður því fyrr en í sumar sem Hassan fær að sjá leikmenn nota klísturslausa boltann.

Ef vel tekst til á HM U-18 ára í sumar er ætlunin að nota boltann á fleiri mótum í framtíðinni.

Sérstaklega gott grip á að vera á boltanum og hann er hannaður með það fyrir augum að leikmenn þurfi ekki að nota harpix. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×