Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 19:26 Rúmlega ein milljón flóttamanna hefur flúið Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í landið. AP Photo/Markus Schreiber Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira