Fær aftur kannabisefni sem hann flutti til landsins: „Við vorum óhræddir við að bíða niðurstöðu dómstóla“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. febrúar 2022 22:32 Maðurinn kom til landsins með Norrænu í apríl 2021 og voru þá efnin tekin af honum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Lögmaður færeysks manns sem var tekinn með um þrettán grömm af kannabisefnum við komuna til Íslands segir ánægjulegt að maðurinn hafi fengið efnin aftur en þau voru skrifuð út í læknisfræðilegum tilgangi. Hann telur þetta fyrsta dæmið þar sem látið er reyna á flutning kannabisefna í læknisfræðilegum tilgangi og telur að um fordæmisgefandi mál sé að ræða. Lögreglustjórinn á Austurlandi ákvað í vikunni að fella niður mál gegn færeyskum karlmanni sem var tekin með kannabisefni við komuna til Íslands með Norrænu á Seyðisfirði í apríl 2021 en maðurinn fær þar að auki efnin til baka. Í tilkynningu lögreglunnar til mannsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til reglugerðar um innflutning á lyfjum til eigin nota en kannabisefnin höfðu verið skrifuð út til mannsins í læknisfræðilegum tilgangi. „Þar sem þér hafið framvísað gögnum sem embættið metur fullgild og í samræmi við ákvæði nefndra reglugerða, telst innflutningur yðar og varsla á því kannabisefni sem tekið var af yður á nefndum tíma hafa verið heimill. Málið er því ekki líklegt til sakfellis og er því fellt niður,“ segir í tilkynningunni. Úr tilkynningu lögreglu. Neitaði að afsala sér efnunum Gísli Tryggvason, lögmaður mannsins, segir að umbjóðandi hans hafi fengið tilkynninguna í gær en áður höfðu þeir fengið þau skilaboð að maðurinn yrði sóttur til saka. „Í apríl í fyrra þá skrifuðum við tollstjóra sem að var beðinn um að skila efnunum með vísan til vottorða sem að skjólstæðingur minn, færeyskur, hafði meðferðis þegar hann kom til landsins í byrjun apríl. Tollurinn vísaði þessu til lögreglunnar og svaraði þessu ekki öðruvísi en að þessu hafi verið vísað til lögreglunnar,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. Þeir leituðu þá til lögreglunnar á Austurlandi og lögðu fram sömu kröfu með vísan til þess að maðurinn ætti stjórnarskrárvarðan rétt á að fá aðstoð vegna sjúkleika, en ekki refsiviðurlaga. „Síðan bauð lögreglan margoft upp á það að hann myndi afsala sér efnunum og þá yrði málið fellt niður en skjólstæðingur minn var ekki tilbúinn til að afsala sér efnunum og vildi láta reyna á þetta. Síðast í kringum áramótin var okkur tilkynnt að hann yrði þá ákærður og honum yrði birt ákæra,“ segir Gísli. Hann segir þá hafa verið tilbúna til að taka þann slag en svo kom niðurstaðan í gær og segir Gísli það hafa verið 180 gráðu viðsnúningur af hálfu lögreglu. Gísli Tryggvason, lögmaður. „Það sem merkilegt er að það er ekki bara vísað til þess að það sé ólíklegt að það verði sakfellt heldur beinlínis tekið fram að innflutningur og varsla á kannabis efni þessu hafi verið heimill,“ segir Gísli. „Þó að við fögnum þessu þá hefði það verið æskilegt að þetta hefði komið fyrr, því að hann er búinn að bíða níu mánuði eftir þessu og alltaf haldið þessu fram.“ Telur að um sé að ræða fordæmisgefandi mál Um var að ræða í kringum þrettán grömm af kannabisefnum sem læknir í Færeyjum hafði skrifað upp á fyrir manninn en Gísli kveðst ekki vita til þess að einhver hafi látið reyna á mál af þessum toga fyrr hér á landi. Þá „Ég hugsa að menn yfirleitt trúi því og treysti þegar stjórnvöld taka svona afstöðu, að taka eitthvað af mönnum, að það sé rétt, enda er það stjórnarskrárbundið að menn eigi að hlýða yfirvöldum en það er líka stjórnarskrárbundið að menn eiga rétt á að láta á reyna á réttinn fyrir dómi,“ segir Gísli. „Það er það sem við hugðumst gera og vorum óhræddir að bíða niðurstöðu dómstóla en þarna hefur sem sagt lögreglan og ákæruvaldið gefist upp áður en reynir á málið fyrir dómi,“ segir hann enn fremur. Þá telur hann að um sé að ræða fordæmisgefandi ákvörðun. „Með þessum viðsnúningi ákæruvaldsins held ég að þetta hljóti að vera fordæmisgefandi tilvik,“ segir Gísli. „En auðvitað er það frekar þröngt fordæmisgildi þar sem það er kannski ekki algengt að þetta gerist en þetta er bara gleðilegt. Þetta er væntanlega fyrsta málið á Íslandi þar sem kannabis í lækningar skyni, eða líknandi skyni, er viðurkennt.“ Færeyjar Lögreglumál Múlaþing Kannabis Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Lögreglustjórinn á Austurlandi ákvað í vikunni að fella niður mál gegn færeyskum karlmanni sem var tekin með kannabisefni við komuna til Íslands með Norrænu á Seyðisfirði í apríl 2021 en maðurinn fær þar að auki efnin til baka. Í tilkynningu lögreglunnar til mannsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til reglugerðar um innflutning á lyfjum til eigin nota en kannabisefnin höfðu verið skrifuð út til mannsins í læknisfræðilegum tilgangi. „Þar sem þér hafið framvísað gögnum sem embættið metur fullgild og í samræmi við ákvæði nefndra reglugerða, telst innflutningur yðar og varsla á því kannabisefni sem tekið var af yður á nefndum tíma hafa verið heimill. Málið er því ekki líklegt til sakfellis og er því fellt niður,“ segir í tilkynningunni. Úr tilkynningu lögreglu. Neitaði að afsala sér efnunum Gísli Tryggvason, lögmaður mannsins, segir að umbjóðandi hans hafi fengið tilkynninguna í gær en áður höfðu þeir fengið þau skilaboð að maðurinn yrði sóttur til saka. „Í apríl í fyrra þá skrifuðum við tollstjóra sem að var beðinn um að skila efnunum með vísan til vottorða sem að skjólstæðingur minn, færeyskur, hafði meðferðis þegar hann kom til landsins í byrjun apríl. Tollurinn vísaði þessu til lögreglunnar og svaraði þessu ekki öðruvísi en að þessu hafi verið vísað til lögreglunnar,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. Þeir leituðu þá til lögreglunnar á Austurlandi og lögðu fram sömu kröfu með vísan til þess að maðurinn ætti stjórnarskrárvarðan rétt á að fá aðstoð vegna sjúkleika, en ekki refsiviðurlaga. „Síðan bauð lögreglan margoft upp á það að hann myndi afsala sér efnunum og þá yrði málið fellt niður en skjólstæðingur minn var ekki tilbúinn til að afsala sér efnunum og vildi láta reyna á þetta. Síðast í kringum áramótin var okkur tilkynnt að hann yrði þá ákærður og honum yrði birt ákæra,“ segir Gísli. Hann segir þá hafa verið tilbúna til að taka þann slag en svo kom niðurstaðan í gær og segir Gísli það hafa verið 180 gráðu viðsnúningur af hálfu lögreglu. Gísli Tryggvason, lögmaður. „Það sem merkilegt er að það er ekki bara vísað til þess að það sé ólíklegt að það verði sakfellt heldur beinlínis tekið fram að innflutningur og varsla á kannabis efni þessu hafi verið heimill,“ segir Gísli. „Þó að við fögnum þessu þá hefði það verið æskilegt að þetta hefði komið fyrr, því að hann er búinn að bíða níu mánuði eftir þessu og alltaf haldið þessu fram.“ Telur að um sé að ræða fordæmisgefandi mál Um var að ræða í kringum þrettán grömm af kannabisefnum sem læknir í Færeyjum hafði skrifað upp á fyrir manninn en Gísli kveðst ekki vita til þess að einhver hafi látið reyna á mál af þessum toga fyrr hér á landi. Þá „Ég hugsa að menn yfirleitt trúi því og treysti þegar stjórnvöld taka svona afstöðu, að taka eitthvað af mönnum, að það sé rétt, enda er það stjórnarskrárbundið að menn eigi að hlýða yfirvöldum en það er líka stjórnarskrárbundið að menn eiga rétt á að láta á reyna á réttinn fyrir dómi,“ segir Gísli. „Það er það sem við hugðumst gera og vorum óhræddir að bíða niðurstöðu dómstóla en þarna hefur sem sagt lögreglan og ákæruvaldið gefist upp áður en reynir á málið fyrir dómi,“ segir hann enn fremur. Þá telur hann að um sé að ræða fordæmisgefandi ákvörðun. „Með þessum viðsnúningi ákæruvaldsins held ég að þetta hljóti að vera fordæmisgefandi tilvik,“ segir Gísli. „En auðvitað er það frekar þröngt fordæmisgildi þar sem það er kannski ekki algengt að þetta gerist en þetta er bara gleðilegt. Þetta er væntanlega fyrsta málið á Íslandi þar sem kannabis í lækningar skyni, eða líknandi skyni, er viðurkennt.“
Færeyjar Lögreglumál Múlaþing Kannabis Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira