Handbolti

Valskonur fóru illa með botnliðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lovísa Thompson skoraði níu mörk fyrir Val í dag.
Lovísa Thompson skoraði níu mörk fyrir Val í dag. vísir/hulda margrét

Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

Gestirnir í Val komust yfir strax í byrjun leiks og þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaðir var munurinn orðinn sex mörk. Valskonur héldu áfram að auka forskot sitt og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-9.

Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik. Valskonur náðu fyrst tíu marka forskoti þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þær unnu að lokum öruggan 16 marka sigur, 37-21.

Mariam Eradze var markahæst í liði Vals með tíu mörk og Lovísa Thompson skoraði níu. Sylvía Björt BLöndal var atkvæðamest í liði Aftureldingar með sjö mörk.

Valur situr nú í öðru sæti Olís-deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki, einu stigi minna en topplið Fram. Framkonur hafa þó leikið tveimur leikjum minna.

Afturelding situr hins vegar sem fastast á botninum án stiga.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×