Erlent

For­seti CNN hættir vegna ástar­sam­bands við sam­starfs­konu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Jeff Zucker hafði verið forseti CNN síðan 2013.
Jeff Zucker hafði verið forseti CNN síðan 2013. Getty/Countess

Forseti fjölmiðilsins CNN í Bandaríkjunum sagði af sér í morgun eftir að upp komst um ástarsamband hans við samstarfskonu. 

Jeff Zucker forseti CNN tilkynnti starfsfólki að hann hygðist segja af sér í tölvupósti í morgun. Uppsögnin tók fyrirvaralaust gildi og starfsmenn eru sagðir nokkuð slegnir yfir uppsögninni. Eigendur fjölmiðilsins eiga að hafa gefið honum afarkosti, annaðhvort segði hann upp eða yrði rekinn. CNN segir frá.

Zucker er sagður hafa átt í ástarsambandi við Allison Gollust, lykilstjórnanda hjá CNN, í tvo áratugi. Gollust mun þó halda áfram að vinna fyrir fjölmiðilinn.

„Ég var spurður út í ástarsamband mitt við nánasta samstarfsfélaga minn, konu sem ég hef unnið með í meira en tuttugu ár. Fyrst um sinn vorum við bara vinir en þegar sambandið þróaðist út í ástarsamband hefði ég átt að láta vita af því. Ég gerði það ekki og það var rangt af mér,“ sagði Zucker í tölvupósti til starfsmanna fyrirtækisins.

Zucker nafngreindi Allison ekki í tilkynningunni en hún gaf sjálf út tilkynningu stuttu síðar. Þar sagði hún þau vera góða vini en í kórónuveirufaraldrinum hafi vinasambandið orðið að einhverju meira. Hún kvaðst einnig sjá eftir því að hafa ekki látið yfirmenn vita af sambandinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×