Lífið

Jennifer Lopez sýnir æfingarútínuna sína fyrir árið 2022

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jennifer Lopez sýndi frá æfingunni sinni á Youtube.
Jennifer Lopez sýndi frá æfingunni sinni á Youtube. Skjáskot/Youtube

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez verður 53 ára í sumar. Hún æfir reglulega og stundar styrktarþjálfun meðfram dansæfingum. Hún deildi á Youtube brot af þeim æfingum sem hún tekur í líkamsræktarsalnum, sem líklega er staðsettur á heimili hennar.

Jennifer leggur mikla áherslu á hendur, axlir og maga á þessari æfingu sem hún sýnir frá. Myndbandið á að sýna hennar æfingarrútínu fyrir árið 2022. Hún notar lyftingartæki í bland við handlóð og svo gerir hún styrktaræfingar fyrir maga og bak á bekk. Undir myndbandinu má heyra remix af laginu hennar On My Way, úr kvikmyndinni Marry Me sem væntanleg er í kvikmyndahús í þessum mánuði. 

Í nýju einkaviðtali við tímaritið People opnar JLO sig um ferilinn, ástina og sambandið við Ben Afflec. Þar segir hún meðal annars að þau taki því ekki sem sjálfsögðum hlut að hafa fengið annað tækifæri á ástinn, öllum þessum árum seinna. 

„Ég hef aldrei verið betri,“ er meðal annars haft eftir henni.

Innlit á æfingu hjá Jennifer Lopez má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.

Lopez og Af­f­leck kyssast á lúxus­snekkju

Tónlistarkonan Jennifer Lopez deildi í gær myndaseríu á Instagram í tilefni af 52 ára afmæli sínu sem hún hélt upp á í gær. Meðal myndanna er ein af henni og leikaranum Ben Affleck kyssast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×