Innlent

„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand.

Maður sem ekið var á í grennd við Sprengisand í Reykjavík í gærkvöldi var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús. Svo virðist sem bíll mannsins hafi bilað og hann lagt honum út í vegkant þegar ekið var á hann. 

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafa orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. 

Hvetur til endurskinsmerkja

Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni í Reykjavík á rúmum tveimur vikum; eitt á Sæbraut 10. nóvember þegar bifhjól og rafhlaupahjól lentu í árekstri, og annað þegar strætó var ekið á konu við Gnoðavog í fyrradag.

„Slysin má alla vega að einhverju leyti rekja til birtuskilyrða. [...] Og það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað,“ segir Ásgeir.

Hann hvetur fólk til að nota endurskinsmerki.

„Lögregla og þeir sem eru að vinna að umferðinni, það sem við höfum tekið eftir í haust í umferðinni er að notkun endurskinsmerkja er með allra minnsta móti. og það virðist vera þannig að ef endurskinsmerki eru ekki saumuð í fatnaðinn eða þrykkt þá er fólk bara ekki með endurskinsmerki, nema með einhverjum undantekningum. Þetta getur verið það sem skilur á milli hvort ökumaður sér viðkomandi vera að þvera götu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×