Innlent

Kona flutt á slysadeild eftir að ekið var á hana

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð nærri gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík í morgun.
Slysið varð nærri gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík í morgun. Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda á nærri gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í Reykjavík skömmu eftir klukkan 8:30 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um alvarlegt slys að ræða. Um er að ræða fullorðna konu sem var flutt á slysadeild.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Þá hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð út og skoðar vettvang slyssins.

Notast er við dróna meðal annars og var slökkvilið og fulltrúar nefndarinnar enn á vettvangi um klukkan tíu.

Fréttin var uppfærð klukkan 10:09.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×