Erlent

Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndir sýna fjölda flóttafólks safnast saman við landamærin að Hvíta-Rússlandi.
Myndir sýna fjölda flóttafólks safnast saman við landamærin að Hvíta-Rússlandi. epa/Varnarmálaráðuneyti Póllands

Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin.

Í gær stöðvuðu pólskir landamæraverðir hundruð manna sem Hvít-Rússar höfðu flutt að landamærunum og talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar segir von á þúsundum til viðbótar. 

Pólland og Evrópusambandið saka Hvítrússa um að senda hópa flóttamanna skipulega að landamærunum en Alexander Lukashenko, forseti landsins, hefur verið harðlega gagnrýndur af ESB fyrir stjórnarhætti sína heima fyrir. 

Svo virðist sem hann freisti þess nú að beita flóttafólki fyrir sig til að skapa óreiðu í ESB-ríkjunum. 

Starfandi innanríkisráðherra Þjóðverja segir í samtali við dagblaðið Bild að Evrópusambandslöndin verði að koma Pólverjum til hjálpar, vandamálið verði ekki leyst af þeim einum eða Þjóðverjum. 

Nauðsynlegt sé að tryggja landamæri Póllands og hvatti hann framkvæmdastjórn ESB til að bregðast við hið snarasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×