Sport

Skrifar söguna í ofur-millivigt

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Alvarez með Plant upp við kaðlana
Alvarez með Plant upp við kaðlana EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN

Saul „Canelo“ Alvarez heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar í hnefaleikaheiminum. Í nótt bar hann sigurorð af Caleb Plant í bardaga um IBF titilinn.

Þessi mexíkóski bardagamaður sigraði Plant í elleftu lotu með rothöggi. Alvarez hafði þó slegið hinn bandaríska Caleb Plant tvisvar niður fyrr í bardaganum. Hann er fyrsti maðurinn í sögu ofur-millivigtarinnar til þess að halda á öllum stóru hnefaleikatitlunum á sama tíma en hann er IBF, WBO, WBA og WBC meistari á sama tíma.

Bardaginn í nótt var að mörgu leiti einkennilegur. En Alvarez hafði mikla yfirburði án þess að ná að koma Plant almennilega í gólfið. Plant stóð af sér öll höggin þangað til í elleftu lotu þegar að Alvarez náði að koma honum inn í hornið og klára bardagann.

Ferill Alvarez er einkar glæsilegur, en hann hefur keppt 60 sinnum á ferlinum og unnið 57 bardaga. Hann tryggði sér hina þrjá titlana seint á síðasta ári og hefur unnið að sameiningu titlana lengi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×