Erlent

Fær­eyingar herða og tak­marka sam­komur við fimm­tíu

Atli Ísleifsson skrifar
Síðustu daga hafa milli sextíu og hundrað greinst í Færeyjum á hverjum degi.
Síðustu daga hafa milli sextíu og hundrað greinst í Færeyjum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm

Landsstjórn Færeyja hefur ákveðið að herða samkomutakmarkanir og munu þær nú miðast við fimmtíu. Næturklúbbum verður gert að loka, en veitingastaðir mega áfram hafa opið, með ákveðum takmörkunum þó.

Frá þessu greindi landsstjórnin í dag, en faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu í Færeyjum síðustu daga og vikur . Síðustu daga hafa milli sextíu og hundrað greinst í Færeyjum á dag. Þannig greindust 76 á mánudaginn og 67 á sunnudaginn.

Samkvæmt nýjum reglum eiga skólar og daggæslustofnanir að loka ef smit kemur upp. Ráðgjafanefnd skóla- og frístundaráðs meti stöðuna í samráði við landlækni í hverju tilviki fyrir sig. Frístundastarfsemi barna og unglinga skulu sömuleiðis stöðvast ef smit kemur upp.

Íþróttaleikir mega fara fram en áhorfendur skulu bannaðir.

Varðandi komur fólks til Færeyja þá skulu allir fara í sýnatöku daginn eftir komu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×