Lífið

Allt að verða klárt fyrir stóra kvöldið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Ruza Miljevic, Guðmundur Elvar Orri Pálsso og Manúela Ósk Harðardóttir á fullu í undirbúningi í Gamla bíói.
Eva Ruza Miljevic, Guðmundur Elvar Orri Pálsso og Manúela Ósk Harðardóttir á fullu í undirbúningi í Gamla bíói. Vísir/Vilhelm

Allt er að verða klárt fyrir Miss Universe keppnina sem haldin er í Gamla bíó klukkan átta í kvöld. Eva Ruza verður kynnir keppninnar líkt og fyrri ár og tók hún rennsli á sviðinu í dag ásamt keppendum.

Tuttugu stúlkur keppast um titilinn Miss Universe Iceland. Sú sem hlýtur titilinn verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem fer fram í Ísrael í þetta skiptið.

Keppnin hefst klukkan 20:00 á eftir og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir.

Allar stúlkurnar tuttugu fá förðun og greiðslu í Gamla bíó fyrir keppnina.Vísir/Vilhelm

Hópurinn hefur allur dvalið saman á hóteli síðustu daga.Vísir/Vilhelm
Fimm erlendir dómarar velja fulltrúa Íslands í Miss Universe. Stelpurnar hafa allar farið í dómaraviðtöl hjá þeim síðustu daga. Vísir/Vilhelm


Tengdar fréttir

Bein útsending: Miss Universe 2021

Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×