Stígum skrefið til fulls Halldóra Hauksdóttir skrifar 22. september 2021 11:15 Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Fjölskyldumál Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfnum stöðu foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna. Frá og með 1. janúar 2022, verður unnt að semja um skipta búsetu barns/barna. Það kann að hljóma vel, enda er töluverður munur á réttarstöðu lögheimilisforeldris og umgengisforeldris í núverandi löggjöf, þrátt fyrir að um sameiginlega forsjá sé að ræða. Þessi ójafna staða foreldra í nútímasamfélagi er barns síns tíma, m.a. vegna þess að í dag er mun algengara við skilnað/sambúðarslit foreldra að börn búi til jafns hjá foreldrum sínum, svokölluð viku/viku umgengni. Það er af hinu góða svo lengi sem það fari ekki gegn hagsmunum barnsins. Slíkt fyrirkomulag krefst vissulega foreldrasamvinnu enda er slík samvinna hluti af lögbundinni forsjárskyldu foreldra/forráðamanna. Það hlýtur að vera hag barna fyrir bestu að foreldrar sem kjósa að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum, að þau búi við sambærileg skilyrði af hálfu hins opinbera en að kerfið sé ekki að ýta undir ágreining með ójafnri stöðu. Það er til að mynda algjörlega taktlaust í nútímasamfélagi að aðeins lögheimilisforeldri hafi aðgang að upplýsingum um barn sitt á Heilsuveru, loftbrú, skattframtali og svona mætti halda áfram því, þetta er hvergi nærri tæmandi listi. Breyting sem þessi kallar á kerfisbreytingu sem fyrirséð er að muni taka tíma. Þá tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022, þrátt fyrir að unnt sé að framfylgja flestum ákvæðum nú þegar, t.d. hvað varðar það að foreldrar geti samið sín á milli um greiðslu meðlags. Þá hefði jafnframt verið best að opna á möguleikann á að foreldrar gætu nú þegar samið um skipta búsetu, þó kerfisbreytingin nái ekki strax í gegn. Í stað er foreldrum gert að semja um forsjá og lögheimili skv. núgildandi reglum til þess eins að fara aftur til sýslumanns, í janúar árið 2022, til þess að semja þá um skipta búsetu. Ljóst er að umrædd breyting er mikið framfaraskref í átt að foreldrajafnrétti en vonbrigði mín eru að við stígum ekki skrefið til fulls. Lögin jafna þó ekki stöðu foreldra nema að takmörkuðu leyti, þar sem lögheimilisforeldrið mun áfram hafa yfirhöndina. Það getur hvenær sem er leitað til sýslumanns og óskað eftir því að fella samkomulagið niður og fengið þannig þá stöðu sem lögheimilisforeldrið hefur nú, þ.e. betri rétt til að taka eitt ákvarðanir varðandi barn, einkarétt á barnabótum, rétt á meðlagsgreiðslum og fl. Við þessar aðstæður er ekkert sem hitt foreldrið getur gert til þess að koma í veg fyrir það. Réttara væri því, ef óskað væri eftir niðurfellingu skiptrar búsetu, að foreldrar þyrftu að semja um nýtt fyrirkomulag við þessar aðstæður, en ekki að lögheimilisforeldrið fái sjálfkrafa betri stöðu við niðurfellingu skiptrar búsetu, því það grefur undan jafnræði foreldra. Jafnframt eru það mikil vonbrigði að ekki séu gerðar aðrar breytingar hvað varðar meðlag og meðlagsskyldu en þær að foreldrar geti samið um meðlagsgreiðslur sín á milli. Við hljótum að vilja í okkar nútímasamfélagi að tekið sé tillit til umgengni og kostnaðar við framfærslu barns við ákvörðun á meðlagi. Ef til að mynda barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum er ljóst að báðir foreldrar leggja jafn mikið af mörkum hvað varðar fæði og húsnæði. Einnig er algengt að börn eigi föt og aðra muni á báðum heimilum svo staðan þar er því almennt jöfn. Helst stendur út af kostnaður vegna tómstunda en algengt er að foreldrar skipti þeim kostnaði á milli sín. Ef svo er ekki, þá er ljóst að kostnaður við tómstundir jafngildir almennt ekki tvöföldu meðlagi á mánuði. Við þessar aðstæður er algengt að umgengisforeldrið sé því ekki aðeins að leggja til sinn hluta til framfærslu barnsins heldur einnig hluta af framfærslu lögheimilisforeldris og ber því mun þyngri byrðar af framfærslunni en lögheimilisforeldri. Umgengisforeldri getur þar af leiðandi leyft sér minna til kaupa fyrir börnin eða afþreyingar með börnunum heldur en lögheimilisforeldrið. Meðlagsskylda við þessar aðstæður mismunar því foreldrum. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa togstreitu milli foreldra sem því miður getur bitnað á barninu. Eðlilegt væri því að meðlag tæki mið af framfærslukostnaði barns og aðstæðum hverju sinni. Rétt væri að foreldri, sem krefst þess að meðlag sé ákveðið, sýni fram á að hitt foreldrið vanræki framfærsluskyldur sínar gagnvart barninu. Meðlagið tilheyrir barninu og ef foreldri sinnir ríkulegri umgengni og leggur sitt af mörkum í þágu barnsins, þá er ekki þörf á að ákvarða meðlag. Að lokum er vert að benda á, þó það sé efni í sjálfstæða grein, að mikilvægt er að skerpa á núgildandi ákvæði um sáttameðferð og framkvæmd hennar. Í dag ríkir ólíðandi ástand vegna tafa á sáttameðferð sem foreldrum er gert skylt að sæta áður en unnt er að leita úrskurðar eða höfða mál er varðar forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Sömuleiðis er ljóst að taka þarf mið af aðstæðum við framkvæmd sáttameðferðar hverju sinni, t.d. með því að sáttameðferð fari fram með aðilum sitt í hvoru lagi þegar t.d. er um að ræða heimilisofbeldi. Brýnt er því að stíga skrefið til fulls og tryggja jafnræði foreldra sem ala börn sín upp í sameiningu hvort á sínu heimili, með því að lagfæra núgildandi löggjöf og flýta gildistöku þeirra ákvæða sem ekki er sérstakt tilefni til að fresta. Höfundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun