Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 11:54 Anthony Gonzalez taldi sér ekki lengur vært innan Repúblikanaflokksins eftir að hann greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot í janúar. AP/Susan Walsh Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira